Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum H1.
Á námskeiðinu er fjallað um fjölmenningarleg samfélög og hvað einkennir þau. Rætt er um stöðu nýbúa og hvernig það er að setjast að á nýjum stað.
Sérstök áhersla er lögð á hvernig börn og unglingar upplifa slíka flutninga.
Markmið námskeiðsins er að skapa umræðu hjá starfsmönnum og reyna að auka skilning á ólíkum siðum, venjum og hegðun mismunandi hópa með það fyrir augum að tryggja öryggi gesta.
Hæfniviðmið
Aukin þekking á hagnýtum aðferðum til að takast á við álag og andstreymi.
Að líta á krefjandi viðfangsefni sem ögrun frekar en óleysanleg vandamál.
Að skilja mikilvægi þess að viðhalda bjartsýni.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími9. nóvember. Hópur 1: Kl. 8:30 - 11:30. Hópur 2: Kl. 13:00 - 16:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá Gerum betur ehf.
- StaðsetningHraunvallarskóli.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Hafnarfjarðar.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað starfsmönnum Hraunvallaskóla.
- MatMæting.
- Ummæli
5 atriði sem ég ætla að nýta mér eftir þetta námskeið: 1. Vera meðvitaðri um hegðun mína og annarra (þegar þörf er á, en líka kanski bara almennt). 2. Vera enn opnari fyrir öðruvísi og ólíkum siðum, venjum og skoðunum annarra. 3. Upplýsa mig/fræðast um menningu og siði þeirra þjóða sem ég heimsæki landið hjá, áður en ég fer þangað. 4. Kynna venjur og siði okkar Íslendinga fyrir öðrum, vera tilbúin að útskýra. 5. Dæma ekki fyrirfram annara manna venjur og skoðanir.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.11.2018 | Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum. | 08:30 | 11:30 | Margrét Reynisdóttir |