Myndvinnsla og myndavélar - Vefnámskeið
Námsþættir:
- Grunnverkfæri í myndvinnsluforritum og notkunarmöguleikar þeirra.
- Síur og lög. Mismunandi vefforrit til að hanna og stílisera myndefni.
- Grunnhugtök ljósmyndunar. Ljósop, lokahraði, ISO, WB o.m.fl.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
ATH! Námskeiðið er einnig haldið:
18. desember - "VALFRJÁLST UPPHAF": NÝJUNG! Þarft ekki að bíða til 18. des., getur hafið námið um leið og skráning er samþykkt (ef skráning er eftir 23/10).
28. maí - "VALFRJÁLST UPPHAF": NÝJUNG! Þarft ekki að bíða til 28. maí, getur hafið námið um leið og skráning er samþykkt (ef skráning er eftir 19/2).
Hæfniviðmið
Aukin færni í myndvinnslu.
Aukin þekking á því hvernig vinna má með myndir.
Færni til að nýta myndvinnslu í lífi og starfi.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími23. október. Stendur yfir í þjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar þeim sem vilja auka færni sína í notkun myndvinnsluforrita.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
|---|---|---|
| 23.10.2018 | Grunnverkfæri í myndvinnsluforritum og notkunarmöguleikar þeirra. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 26.10.2018 | Síur og lög. Mismunandi vefforrit til að hanna og stílisera myndefni. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 02.11.2018 | Grunnhugtök ljósmyndunar. Ljósop, lokahraði, ISO, WB o.m.fl. | Bjartmar Þór Hulduson |