Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál? Kl. 09-12

Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þætti varðandi öryggismál í upplýsingatækni og hvernig best er að fylgja öryggisreglum.

Námskeiðinu er ætlað að auka vitund og þekkingu á ógnum og hvaða aðgerðir er hægt að nota til að tryggja öryggi.

Netöryggi, öryggi vafra, tölvupósta, öryggisstillingar beina (Router) og öryggismál nettengdra tækja eru allt hluti af efni námkeiðsins.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.

Námskeiðið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu ógnum í upplýsingatækni og hver áhrif þeirra geta verið
 • Aðgerðum til að tryggja öryggi stýrikerfa
 • Virkni beina (Router) og helstu öryggisatriðum þeirra
 • Spilliforritum (Malware)
 • Fölskum vefsíðum (Phishing)
 • Fölskum tölvupóstum (Phishing)

Þátttakandi öðlast leikni í að:

 • Beita aðferðum til að tryggja öryggi stýrikerfa
 • Beita aðferðum til að tryggja öryggi beina
 • Verjast spilliforritum
 • Greina og bera kennsl á falska tölvupósta
 • Greina og bera kennsl á falskar vefsíður

Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:

 • Tryggja öryggi stýrikerfia til að fyrirbyggja að utanaðkomandi aðilar geti nálgast gögn og upplýsingar í tækjum og skýjalausnum
 • Tryggja öryggi þráðlausra neta og þar með hámarka öryggi tækja
 • Nýta aðferðir til að verjast spilliforritum og eyða þeim af tækjum
 • Bregðast við öryggisógnum sem berast með fölskum tölvupóstum á þann hátt að öryggis sé gætt og viðkvæmar upplýsingar varðar
 • Forðast falskar vefsíður á ábyrgan hátt til að koma í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar lendi í röngum höndum
 • Sýna skilning á að einstaklingurinn ber mikla ábyrgð á öryggi í upplýsingatækni

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 16. og fimmtudagur 18. nóvember kl. 9:00-12:00.
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Starfsmenntar Skipholti 50b, þriðju hæð
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla vitund um öryggismál í upplýsingatækni og fylgja eftir viðteknum öryggisreglum
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting og virkni á námskeiðinu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
16.11.2021Öryggisvitund09:0012:00Hermann Jónsson
18.11.2021Öryggisvitund09:0012:00Sami kennari