Þróttur/Borgarbyggð - Að efla liðsheild og hópavinnu

Betur sjá augu en auga og þess vegna getur hópastarf verið frjórra og árangursríkara en framlag eins manns. Innan þverfaglegra teyma birtast ýmis sjónarmið, þannig hefur hópastarf alla burði til að draga fram ólíkar hliðar viðfangsefna.  Til að vinna með jafningjum beri ríkan ávöxt þarf kunnátta að vera til staðar um eðli hópastarfs.  Kunna þarf aðferðir til að virkja alla til þátttöku, efla samheldni, samstöðu og  liðsanda.  Jafnframt sem gjarnan reynir á málamiðlun milli fólks með ólíkar skoðanir.  Á þessu námskeiði er fjallað um hópasamsetningu, hópahlutverk og hvernig auka megi samstarf.  Fjallað er um mismunandi vinnupersónuleika og hvernig þeir starfa saman.  Á námskeiðinu er áhersla á að styrkja liðsheildina og fjallað er um samspil liðsheildar og hópavinnu.  Unnin eru fjölbreytt verkefni sem reyna á virka þátttöku og um leið greina þátttakendur eigið hlutverk í hópi.

Hæfniviðmið

Að átta sig á mikilvægi hópastarfs og virkni allra þátttakenda.

Að greina það hlutverk í hópastarfi sem er hverjum þátttakanda tamast.

Að styrkja liðsheildina.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verklegar æfingar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudaginn 28. október 2019 kl. 9:00-12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman
  • Staðsetning
    Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk íþróttamannvirkja Borgarnesi og Akranesi
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins fyrir þá sem hafa fengið boð á námskeiðið.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Steingerður Kristjánsdóttir
    steingerdur(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
28.10.2019Að efla liðsheild og hópavinnu09:0012:00Ingrid Kuhlman