Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám
Námið skiptist í tvær lotur:
Reikningshald: Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. Mikil áhersla er lögð á notkun Excel.
Skattskil og upplýsingakerfi: Námskeiðið veitir nemendum almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á að bæta þekkingu nemenda á upplýsingaskyldu og verklagi varðandi virðisaukaskatt og aðra vörsluskatta. Einnig verður farið yfir grunnatriði innra eftirlits og öryggis í upplýsingakerfum.
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í Excel hluta námskeiðsins. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð nemenda.
Upptökur af fyrirlestrum verða birtar inn á samskiptavef nemenda daginn eftir að fyrirlestrar fara fram. Tvær staðarlotur verða haldnar í Opna háskólanum í HR yfir námstímann. Staðarloturnar verða ekki teknar upp.
Reikningshald: Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. Mikil áhersla er lögð á notkun Excel.
Skattskil og upplýsingakerfi: Námskeiðið veitir nemendum almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á að bæta þekkingu nemenda á upplýsingaskyldu og verklagi varðandi virðisaukaskatt og aðra vörsluskatta. Einnig verður farið yfir grunnatriði innra eftirlits og öryggis í upplýsingakerfum.
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í Excel hluta námskeiðsins. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð nemenda.
Upptökur af fyrirlestrum verða birtar inn á samskiptavef nemenda daginn eftir að fyrirlestrar fara fram. Tvær staðarlotur verða haldnar í Opna háskólanum í HR yfir námstímann. Staðarloturnar verða ekki teknar upp.
Hæfniviðmið
Undirbúningur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Fyrirkomulag
Tími: Kennt verður 2-3x í viku, á virkum dögum, frá kl. 17:00 - 21:00. Nánari upplýsingar er að finna í kennsluáætlun fyrir haust 2022. Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og í dæmatímum, þar sem farið er í verklegar æfingar í Excel. Skynsamlegt er að gera ráð fyrir að þurfa að taka frí frá vinnu á helstu álagstímum. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í Excel hluta námskeiðsins.Helstu upplýsingar
- TímiKennt er tvisvar til þrisvar í viku frá kl. 17:00-21:00. Námið hefst 9. ágúst og er fram í desember 2022.
- Lengd136 klst.
- UmsjónLúðvík Þráinsson, lögg.endursk. hjá Deloitte, Helga Hauksdóttir, lögfræðingur hjá Ernst & Young, Emil Viðar Eyþórsson og Páll Daði Ásgeirsson, lögg.endursk. hjá Deloitte, Tryggvi R. Jónsson, deildarstjóri rekstrarlausna Advania á Akureyri
- StaðsetningHægt er að velja staðnám eða fjarnám.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurNámið er einkum ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Gott að vita
Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
Öðrum en aðildarfélögum Starfsmenntar er bent á að skrá sig hjá Opna háskólanum í HR, s. 599 6300.
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
09.08.2022 | Viðurkenndur bókari | 00:00 | 00:00 | Opni háskólinn í HR. |