Persónuverndarfulltrúi – hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hver er hann?
Aðilum sem sýsla með persónuupplýsingar ber, í ákveðnum tilvikum, að tilnefna persónuverndarfulltrúa skv. nýrri persónuverndarlöggjöf.
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu störf persónuverndarfulltrúa í framkvæmd og hvaða úrræði hann getur nýtt sér í starfi sínu.
Persónuverndarfulltrúi þarf að búa yfir faglegri þekkingu á persónuverndarlögum og framkvæmd þeirra.
Í fræðsluefni Persónuverndar fyrir persónuverndarfulltrúa kemur m.a. fram að persónuverndarfulltrúi sé sá aðili sem ber sérstaka ábyrgð á málefnum fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem tengjast persónuvernd og sinnir m.a. ráðgjöf, fræðslu og innra eftirliti.
Með námskeiðinu er ætlunin að styrkja faglega þekkingu þeirra sem sinna eða vilja sinna starfi persónuverndarfulltrúa og/eða bera ábyrgð á persónuverndarmálum á sínum vinnustað með því að skýra hlutverk og verkefni hans í framkvæmd.
Leitast er við að auka færni þátttakenda til að takast á við þau verkefni sem persónuverndarfulltrúa eru falin í persónuverndarlöggjöfinni, til að mynda við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP), veitingu ráðgjafar og/eða fræðslu tengdri persónuvernd.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hlutverk og ábyrgð persónuverndarfulltrúa, stöðu hans og tilnefningu - annars vegar hjá ábyrgðaraðila og hins vegar hjá vinnsluaðila.
• Helstu skyldur og verkefni persónuverndarfulltrúa og þróun starfsins til lengri tíma. Rætt verður um tækifæri, áskoranir og takmarkanir í starfi persónuverndarfulltrúa. Hvar liggja mörkin í ráðgjöf persónuverndarfulltrúa, t.d. þegar hann sinnir öðru hlutverki á sínum vinnustað?
• Praktísk tól fyrir persónuverndarfulltrúa og umræða um beitingu reglna á sviði persónuréttar í framkvæmd, t.d. þegar kemur að breytingu á verklagi, stefnum og reglum innanhúss hjá aðila sem vinnur með persónuupplýsingar.
• Túlkun eftirlitsaðila og/eða dómstóla, hérlendis og erlendis. Hvaða lærdóm geta persónuverndarfulltrúar dregið af fordæmum? Hvernig eru sektir að þróast í Evrópu?
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á eða starfa sem persónuverndarfulltrúar á Íslandi eða sinna þessum málaflokki - hvort sem er hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða sem sjálfstæðir ráðgjafar.
Ætlast er til þess að þátttakendur hafi kynnt sér og þekki til nýrrar persónuverndarlöggjafar á Íslandi (nr. 90/2018) , þ.m.t. hliðstæða Evrópureglugerð um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR).
Hæfniviðmið
Styrkja faglega þekkingu þeirra sem sinna eða vilja sinna starfi persónuverndarfulltrúa eða bera ábyrgð á málefnum er varða persónuvernd.
Skilja hlutverk og verkefni persónuverndarfulltrúa.
Auka færni til að takast á við verkefni sem persónuverndarfulltrúa eru falin, til að mynda varðandi eftirlit, ráðgjöf og fræðslu um persónuvernd.
Fá innsýn í störf persónuverndarfulltrúa og úrlausn raunhæfra álitaefna.
Fyrirkomulag
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestri kennara, umræðum þátttakenda og úrlausn raunhæfra álitaefna. Höfð verður hliðsjón af fordæmum og leiðbeiningum frá innlendum og erlendum eftirlitsaðilum og eftir atvikum persónuverndarfulltrúum.Helstu upplýsingar
- TímiÞri. 3. des. kl. 8:30 - 12:30.
- Lengd4 klst.
- UmsjónAlma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans og Helga Grethe Kjartansdóttir, persónuverndarfulltrúi Símans.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á eða starfa sem persónuverndarfulltrúar á Íslandi eða sinna þessum málaflokki - hvort sem er hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða sem sjálfstæðir ráðgjafar.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á eða starfa sem persónuverndarfulltrúar á Íslandi eða sinna þessum málaflokki - hvort sem er hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða sem sjálfstæðir ráðgjafar. Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía Santacrocesoffia@smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 03.12.2019 | Persónuverndarfulltrúi – hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hver er hann? | 08:30 | 12:30 | Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans og Helga Grethe Kjartansdóttir, persónuverndarfulltrúi Símans. |