Isavia - Árangursrík kennsla

Á þessu námskeiði er ætlunin að hjálpa þátttakendum að mæta þörfum fullorðinna námsmanna og auka færni þeirra í að skipuleggja og halda námskeið fyrir fullorðna.

Þátttakendur kynnast kenningum um nám og lærdóm fullorðinna. Byggt á þessum kenningum læra þeir aðferðir til að skipuleggja nám, takast á við upphaf og endi námsskeiðs eða námshluta og að hjálpa fullorðnum að læra. Þeir læra nokkrar hagnýtar aðferðir til að virkja þátttakendur á námskeiðum sínum, með það fyrir
augum að auka árangur námsmannanna.

Hæfniviðmið

Að auka skilning á sérstöðu fullorðinna námsmanna.

Að kynna fjölbreyttar og árangursríkar kennsluaðferðir við kennslu fullorðinna.

Að þátttakendur tileinki sér viðhorf og framkomu við nemendur sem eru vænleg til árangurs.

Fyrirkomulag

Kennt er með stuttum fyrirlestrum, almennum umræðum, einstaklingsvinnu og hópvinnu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    8. og 9. janúar 2019 frá kl. 9-16 báða dagana.
  • Lengd
    12 klst.
  • Umsjón
    Hróbjartur Árnason
  • Staðsetning
    Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóum 4, 260 Reykjanesbæ.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum þeim sem koma að fræðslu fullorðinna og símenntun og starfa hjá Isavia.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað starfsmönnum Isavia.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Til þess að útskrifast af námskeiði þarf 80% mætingu og virka þátttöku í tímum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.01.2019Hagnýtar kennsluaðferðir í fullorðinsfræðlu09:0016:00Hróbjartur Árnason
09.01.2019Árangursrík kennsla09:0016:00Hróbjartur Árnason