Kæla / róa erfiða viðskiptavini / þjónustuþega - stafrænt nám
Fjallað er um mikilvæga þætti til að fást við erfiða og óánægða viðskiptavini. Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum, verkefnum.
Þátttakendur fá rafbókina: Að fást við erfiða viðskiptavini - Fagmennska í fyrirrúmi (2017). Þátttakendur fá einnig gátlista til að meta eigin færni fyrir og eftir námskeiðið.
Námskeiðið er opið í 4 vikur.
Hæfniviðmið
Læra hagnýt ráð til að stýra samskiptum við erfiða viðskiptavini.
Vera meðvitaður um eigin líðan.
Taka ekki inn á sig reiði annarra
Efla öryggi í samskiptum, fagmennsku og styrkja liðsheildina
Fyrirkomulag
Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum, verkefnum.Helstu upplýsingar
- Tími12. febrúar 2020, námskeiðið er opið í 4 vikur.
- Lengd10 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
- StaðsetningAllt landið.
- TegundFjarnám
- Verð12.900 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurVefnámskeið er hægt að stunda hvar og hvenær sem er.
- Gott að vitaStafrænt nám er hægt að stunda hvar og hvenær sem er.
- MatVerkefnaskil
- Ummæli
Þessir pínulitlu molar sem koma í gegnum spurningarnar gáfu mér svo mikið! Námskeiðið virkilega ýtir við manni og hafa allir gott af því.
– Stefanía Hauksdóttir
Fer í alla sálfræðilegu þættina sem nýtast
– Jón Eiður Jónsson
Mjög ánægð með námskeiðið – bæði gagnlegt og skemmtilegt. Mjög hjálplegt að hafa bókina til að rifja upp lykilþætti
– Auður Gunnarsdóttir
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
12.02.2020 | Kæla / róa erfiða viðskiptavini / þjónustuþega | Margrét Reynisdóttir |