Tollstjóri - Árangursrík samskipti - Hópur A

Á námskeiðinu verður farið í uppbyggileg og árangursrík samskipti á vinnustað og fjallað um hugtök því tengt eins og traust, heiðarleika, ábyrgð, virðingu, hreinskilni, stuðning og skuldbindingu. Hugað verður að því sem einkennir vinnustaði og hvers konar erfiðleikar í samskiptum geti komið upp. Hvernig hægt er að vinna með ágreining á uppbyggilegan hátt og mikilvægi þess að geta unnið úr þeim málum sem upp koma á vinnustað.

Fjallað verður um hvernig stuðla megi að gagnkvæmri virðingu í samskiptum og hvernig standa megi vörð um jafnræði og siðferði á vinnustað. Kynning verður á almennum og viðurkenndum viðmiðunum varðandi siðfræðileg vandamál í samskiptum fólks á vinnustöðum. Einnig verður farið í helstu skrifaðar og óskrifaðar reglur vinnustaða og einkenni góðrar vinnustaðamenningar.

Rætt verður um hvernig stjórnendur og starfsmenn geta stuðlað að vellíðan og árangursríku samstarfi á vinnustað. Fjallað um rétttindi og skyldur starfsmanna og stjórnenda.

Hæfniviðmið

Að þekkja eðli samskipta á vinnustað og hvað einkennir eigin vinnustaðamenningu.

Að þekkja leiðir til að efla samheldni og liðsheild.

Að læra leiðir til að auka sjalfsöryggi í samskiptum og árangur í samvinnu.

Að gera sér grein fyrir réttindum og skyldum starfsmanna.

Að þekkja siðferðileg viðmið og reglur í samskiptum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    9., 11., 16. og 18. október 2018, frá kl. 8:15 - 10:15.
  • Lengd
    8 klst.
  • Umsjón
    Hrafnhildur Jóhannesdóttir
  • Staðsetning
    Tryggvagata 19, 101 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn hjá Tollstjóra.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins fyrir starfsmenn Tollstjóra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    90% þátttaka í tímum og virkni í umræðum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
11.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
16.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
18.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir