Þema IV - Einelti og áreitni á vinnustað, meðferð ágreinings og samskipti
Hér er lögð áhersla á að efla umræðu og vitund meðal þátttakenda um einelti á vinnustað og aðgerðir gegn því. Gerð er grein fyrir hvað einelti er og hvaða aðstæður geti ýtt undir það ásamt því að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá verður einnig fjallað um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni á vinnustað og viðbrögð við því. Rætt verður um hvað felst í því að vera fórnarlamb, gerandi og áhorfandi. Þá verður fjallað um hlutverk stjórnenda/mannauðseininga við að koma skilaboðum um hvað líðst á vinnustöðum áleiðis og nauðsyn aðgerðaáætlunar. Rætt verður hvaða úrræði hafa gefist vel. Einnig verður gerð grein fyrir lögformlegri skyldu yfirmanna til að bregðast við. Umræða verður tengd við kenningar um gildi vinnustaðarmenningar og hvernig hún þróast og breytist.
Markmið
Að efla umræðu og þekkingu starfsfólks á einelti og kynferðislegu áreiti á vinnustað og að kenna leiðir til að takast á við einelti og áreitni á vinnustað og til hvaða úrræða má grípa.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími16. janúar 2023, frá kl. 9:00-12:00 og frá kl. 13:00-14:30.
- Lengd4,5 klst.
- UmsjónSara Lind Guðbergsdóttir
- StaðsetningVefnám
- TegundVefnámskeið
- Verð24.750 kr.
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
- Mat90% mæting.
Gott að vita
Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
16.01.2023 | Einelti og áreitni á vinnustað, meðferð ágreinings og samskipti | Sara Lind Guðbergsdóttir |
16.01.2023 | Einelti og áreitni á vinnustað, meðferð ágreinings og samskipti | Sara Lind Guðbergsdóttir |