Fagnám í umönnun fatlaðra - Vefnám

Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.

Námið spannar 324 klukkustundir. 164 stundir með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun).  Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námið er blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu.

Námsþættir:

Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar
Fatlanir og þjónustuþörf
Erfðir og þroski
Mannréttindi og siðferði
Geðsjúkdómar og lyf
Lífstíll og heilsa
Samskipti og samvinna
Starfið og námið
Áföll og afleiðingar
Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk
Lokaverkefni
Starfsþjálfun

Hæfniviðmið

Að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni.

Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Fyrirkomulag

Námið er blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Námið hefst 19. apríl og er til 23. júní 2021 í staðkennslu en möguleiki er á að taka námið sem vefnám. Kennt er alla virka daga frá kl. 8:30-12:30.
  • Lengd
    364 klst.
  • Umsjón
    Líney Jóhannsdóttir
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þeir sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.
  • Gott að vita

    Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.

    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig á námskeiðið.

    Aðrir verða að skrá sig hjá Framvegis.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
19.04.202100:0000:00Ýmsir sérfræðingar