Innleiðing breyttrar persónuverndarlöggjafar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum

Málþing 15. mars 2019

Föstudaginn 15.mars 2019 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í júlí sl. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá sjónarhorni stjórnsýslunnar og siðfræðinnar.

Málþingið er einnig hluti af nýju diplómanámi á grunnstigi háskóla sem Háskólinn á Bifröst og Starfsmennt settu á fót haustið 2018. Námið miðar að því að veita núverandi og tilvonandi starfsmönnum hins opinbera, bæði hjá ríki og sveit, hagnýta þjálfun og fræðilega undirstöðu sem nýtast í starfi. Sett hefur verið saman heildstæð námsleið til BA prófs í opinberri stjórnsýslu og geta áhugasamir kynnt sér betur báðar námsleiðir, þ.e. diplómanámið og BA námið, á málþinginu.

Dagskrá:

12:45     Húsið opnar - kaffi

13:00     Setning málþings

13:10     Innleiðing breyttrar löggjafar – reynslusögur frá sveitarfélagi og ríkisstofnun

                Telma Halldórsdóttir, persónuverndarfulltrúi Garðabæjar

                Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi hjá embætti landlæknis

14:00     Kynning á námsleið í opinberri stjórnsýslu til diplóma og BA gráðu

                Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við félagsvísinda- og lagadeild á Bifröst

14:15     Kaffihlé

14:30     Persónuverndarlögin með augum siðfræðinnar

                Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og stundakennari á Bifröst

15:30     Pallborðsumræður og málþingsslit

 

ATH! Hægt verður að fylgjast með málþinginu í fjarfundi en nauðsynlegt er að skrá sig.

 

Hæfniviðmið

Að skilja betur ákvæði og áskoranir sem felast í breyttri persónuverndarlöggjöf fyrir hið opinbera.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Föstudaginn 15.mars 2019, frá kl. 13:00 - 16:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Fræðslusetrið Starfsmennt og Háskólinn á Bifröst.
  • Staðsetning
    BSRB húsið, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Viðtal
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Núverandi og tilvonandi starfsmenn hins opinbera, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.
  • Gott að vita
    Málþingið er hluti af nýju diplómanámi á grunnstigi háskóla sem Háskólinn á Bifröst og Starfsmennt settu á fót haustið 2018, en er einnig opið öllum. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í fjarfundi en nauðsynlegt er að skrá sig.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.03.2019Málþing.13:0016:00