WordPress - Vefurinn minn - Promennt - Staðnám/fjarkennsla
Frábært námskeið í WordPress sem er kjörið fyrir alla sem vilja koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði. WordPress er opinn hugbúnaður sem nýta má endurgjaldslaust og eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. Rafræn kennslubók á ensku fylgir með.
Á námskeiðinu setja þátttakendur upp eigin vef frá grunni. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir kunna að eiga. Þátttakendur geta nýtt fjölbreytta hýsingarkosti og fá kennslu og aðstoð við að uppsetningu á vefumsjónarkerfi.
Athugið að fyrstu tvo tímanna verður farið í hýsingarmöguleika. Nemendur geta unnið á vefsvæði sem kennarinn leggur til.
Umsækendur sækja bæði um hjá Starfsmennt og hjá Promennt.
Hæfniviðmið
Að geta sótt um lén á ISNIC
Að geta sett upp WordPress vefumsjónarkerfið á hýsingu að eigin vali
Að þekkja helstu eiginleika WordPress vefumsjónarkerfisins
Að geta leitað eftir og sett upp sniðmát í WordPress vefumsjónarkerfinu
Að geta unnið með færslur og síður í WordPress vefumsjónarkerfinu
Að geta sett upp viðbætur (e. Plugins) í WordPress vefumsjónarkerfið
Fyrirkomulag
Athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
Helstu upplýsingar
- Tími11. maí - 27. maí 2020 frá kl. 17:30 - 21:00, kennt er á mánudögum og miðvikudögum.
- Lengd21 klst.
- UmsjónPromennt
- StaðsetningSkeifan 11b, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- Gott að vitaÞátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.
- MatEkki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
11.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 | |
13.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 | |
18.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 | |
20.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 | |
25.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 | |
27.05.2020 | WordPress - Vefurinn minn | 17:30 | 21:00 |