Innleiðing jafnlaunastaðals - vinnustofa

Á þessari vinnustofu verður farið yfir hagnýt atriði við innleiðingarferli jafnlaunastaðalsins.

Námskeiðið er ætlað þeim sem stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á ferlinu og/eða hafi tekið námskeiðaröðina um Jafnlaunastaðalinn hjá Endurmenntun HÍ.

Þátttakendur eru beðnir um að hafa fartölvu meðferðis og staðalinn ÍST85:2012.

Hæfniviðmið

Fræðast um:

skipulagningu og umfang innleiðingar staðalsins

flokkunaraðferðir og mat á inntaki starfa

launagreiningar og aðgerðaáætlun

skjölun og verklagsreglur

Fyrirkomulag

Þátttakendur vinna með dæmi og fá að spreyta sig á aðferðum og verkfærum staðalsins.


Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudaginn 14. maí kl. 09:00 - 17:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
  • Gott að vita
    Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.05.2020Innleiðing jafnlaunastaðals - vinnustofa09:0017:00Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi í jafnlaunastjórnun hjá Ráður ehf., Guðmundur S. Pétursson, ráðgjafi í gæða-og öryggismálum og Þorgerður Magnúsdóttir, gæða- og skjalastjóri Sjóvár