Skipulag og yfirsýn með Trello

Á þessu námskeiði verður farið yfir grundvallarnotkun á Trello, allt frá einföldustu uppsetningu á persónulegu skipulagi yfir í stór verkefni sem brotið er niður í fleiri smærri.

Skoðað verður hvernig viðbætur við Trello geta bætt notkunarmöguleika þess. Þá verður farið yfir nokkur dæmi um viðbætur og skoðuð dæmi um hvernig þær nýtast í starfi.

Á námskeiðinu verður notast við Trello borð sem mun innihalda yfirlit yfir námskeiðið. Á meðan námskeiði stendur geta þátttakendur sent inn spurningar sem unnið verður úr á Trello borðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Grundvallarnotkun á Trello.
• Viðbætur við Trello.
• Skipulagningu stórra verkefna í Trello.
• Notkun Trello upplýsingaborða innan fyrirtækja.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér tölvu og Trello aðgang (má sækja á trello.com).

Hæfniviðmið

Kunnátta á því hvernig má nota Trello í starfi og fyrir persónulegt skipulag.

Hugmyndir að góðum notkunaraðferðum í Trello.

Aukin hæfni til samvinnu með öðrum í Trello.

Fyrirkomulag

Á námskeiðinu verður notast við Trello borð sem mun innihalda yfirlit yfir námskeiðið. Á meðan námskeiði stendur geta þátttakendur sent inn spurningar sem unnið verður úr á Trello borðinu.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér tölvu og Trello aðgang (má sækja á trello.com).

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þri. 30. okt. kl. 9:00 – 12:30.
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Logi Helgu, Agile Coach hjá Valitor.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Alla þá sem hafa áhuga á skipulagi og vinna með verkefni sem þarfnast yfirsýnar. Námskeiðið er ætlað bæði þeim sem nú þegar nota Trello og byrjendum.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.10.2018Skipulag og yfirsýn með Trello.09:0012:30Logi Helgu, Agile Coach hjá Valitor.