Trúnaðarmenn Sameykis - Jafnrétti og margmenning - Vinnustofa kl. 9:00-12:00

Fjallað verður um jafnrétti út frá breiðu sjónarhorni með megináherslu á innflytjendur. Horft verður á jafnrétti með tilliti til fötlunar, kynvitundar, aldurs, kynþáttar/litarháttar o.s.frv.

Áhersla lögð á mikilvægi mennskunnar og að virðing og viðurkenning eru grundvallarstoðir í jafnréttissamfélagi. Rýnt í hugtökin menning og margmenning og krufið hvernig menningin mótar samskiptahætti, viðhorf og nánast allt okkar daglega líf. Í henni liggja leikreglur samfélagsins, hún er lifandi og breytingum undirorpin. Rýnt er í áskoranir sem fylgja margmenningunni og á hlutverk heimamanna/Íslendinga sem móttakenda og gestgjafa.

Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum og þær ræddar:

  • Hvað felur það í sér, að mannleg samskipti - þar með talin samskipti fólks úr ólíkri menningu - eru ekki einstefna heldur tvístefna þar sem mæst er á miðri leið og samið?
  • Hvað er hægt að gera til að skilja betur fólk sem kemur úr annarri menningu?
  • Hvað er menningarnæmi?
  • Hvað er samþætting?

Auk þessa verður að sjálfsögðu fjallað um skaðsemi rasisma, mismununar, útilokunar, afskiptaleysis, öráreita og fleiri þátta, sem koma í veg fyrir raunverulega samþættingu.

Hæfniviðmið

Að verða hæfari í að skilja sérstæðni sinnar eigin menningar

að verða næmari á menningarmun og mikilvægi þess að virða hann

Að verða færari í milli-menningarlegum samskiptum

Að verða hæfari til að taka alla með í hópinn og koma í veg fyrir einangrun einstakra starfsmanna

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagurinn 17. mars 2022, frá kl. 9:00-12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sameyki
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn og aðrir kjörnir fulltrúar Sameykis.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir trúnaðarmenn og aðra kjörna fulltrúa Sameykis.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir
    johanna@sameyki.is
    5258330

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
17.03.2022Jafnrétti og margmenning - Vinnustofa09:0012:00Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru fræðslu- og rannsóknarseturs