SFR - Gott að vita - Streita - dulinn skaðvaldur
Streitan virðist vera á allra vörum þessa dagana og skaðvænar afleiðingar hennar í formi kulnunar í starfi. Við tölum öll um streitu líkt og það sé eitthvað sem við þekkjum, en fæstir gera sér í raun grein fyrir hversu alvarleg áhrif langvarandi streita getur haft á velferð okkar. Ástæða er til að gera ráðstafanir til að sporna við streitu og því er boðið upp á fyrirlestur um þetta efni.
Fyrirlesturinn fjallar um streitu, einkenni og afleiðingar. Einnig verður rætt um hvernig langvarandi streita getur leitt til kulnunar. Farið verður yfir hvernig við getum fyrirbyggt kulnun, hver eru einkennin og hvernig einstaklingurinn getur tekist á við kulnun.
Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900,
en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur þekki einkenni og afleiðingar streitu.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur.Helstu upplýsingar
- Tími10. október, kl.20:00-21.30.
- Lengd1,5 klst.
- UmsjónFramvegis.
- StaðsetningBSRB húsið, Grettisgötu 89, 1. hæð.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar SFR eða St.Rv.
- Gott að vitaAðeins fyrir aðildarfélaga SFR og St.Rv.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsHelga Tryggvadóttirhelga(hjá)framvegis.is581 1900
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 10.10.2018 | Sjálfsrækt | 20:00 | 21:30 | Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir |