Skapandi samskipti og færni í tjáningu

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið er með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi.

Á námskeiðinu eru gerðar æfingar sem örva skapandi hugsun og þjálfa lifandi samskipti í aðstæðum daglegs lífs. Með ákveðnum æfingum losnar fólk við heftandi hugsanagang, segir skilið við kröfuharðan innri gagnrýnanda og öðlast frelsi gagnvart sjálfu sér og öðru fólki. Þannig verða öll samskipti eðlilegri og afslappaðri.

Á námskeiðinu eru unnar skriflegar, munnlegar og verklegar æfingar sem hjálpa þátttakendum að taka skrefið út úr mótuðu og takmarkandi hugsanamynstri inn í flæði sem eykur frelsi og sköpunargleði.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Það sem heftir mann í samskiptum.
• Innri gagnrýnandann.
• Sköpunargleðina.
• Mikilvægi þess að segja já við lífinu.
• Kjarkinn til að stíga inn í skapandi ferli.
• Að þora að læra af „mistökum“.

Hæfniviðmið

Aukin gleði.

Auðveldari samskipti.

Meira frelsi í lífinu almennt.

Aukið sjálfstraust.

Aukin sjálfsþekking.

Skapandi hugsun á vettvangi lífsins.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, skriflegar og munnlegar æfingar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudögum 1. - 22. okt. kl. 20:15 - 22:15 (4 skipti: 1/10, 8/10, 15/10, 22/10).
  • Lengd
    8 klst.
  • Umsjón
    Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson, leikarar
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir alla sem vilja upplifa öryggi og flæði í samskiptum og vilja auka lífsgæði sín.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
01.10.2018Skapandi samskipti og færni í tjáningu.20:1522:15Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson.
08.10.2018Skapandi samskipti og færni í tjáningu20:1522:15Sömu kennarar
15.10.2018Skapandi samskipti og færni í tjáningu20:1522:15Sömu kennarar
22.10.2018Skapandi samskipti og færni í tjáningu20:1522:15Sömu kennarar