Tölvuleikni - Windows stýrikerfið - Vefnám

Á námskeiðinu er fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins.

Námið byggir að mestu á verkefnum. Útskýrt er hvernig gluggar eru meðhöndlaðir og farið yfir hlutverk myndræns notendaviðmóts. Einnig er útskýrt hvernig hægt er að sníða umhverfið að eigin þörfum.

Farið er í skráarvinnslu, hvernig unnið er með möppur, skipt er um nafn á þeim, raðað eftir mismunandi forsendum o.s.frv. Unnið er með einföld forrit, skrár myndaðar, vistaðar, færðar úr einni möppu í aðra, þeim eytt og síðan útskýrt hvernig hægt er að endurheimta skrár sem hefur verið eytt.  

Farið er í notkun stjórnborðs til að móta notendaviðmótið að þörfum nemenda og ýmis algeng hjálparforrit (apps) eru skoðuð.

Markmið

Að efla færni í almennri tölvuleikni.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti kennari(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 19. janúar 2021
 • Lengd
  18 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Allir sem vilja efla færni sína í almennri tölvuleikni
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
19.01.2021Tölvuleikni - Windows stýrikerfiðBjartmar Þór Hulduson