Jafnlaunastaðall: III. Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum - Fjarnámskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar.

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna en einnig verður farið inn á hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista. Fjallað verður um það hvers vegna uppsetning þessara skjala þarf að vera með ákveðnum hætti og skýrð út sérstaða þessara skjala í skjalakerfum fyrirtækja.

Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að staðlinum ÍST85:2012, sem má nálgast á stadlar.is

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Föstudaginn 25. okt. kl 13:00 fer fram prufa á búnaði og ZOOM kerfinu fyrir þá þátttakendur sem það vilja.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 11. okt. kl.10:00.

Hæfniviðmið

Að öðlast færni til að setja fram verklagsreglur með þeim hnitmiðuðu lýsingum sem þurfa að koma fram í verklagsreglum.

Að fá skilning á skjölum í gæðakerfum.

Að öðlast skilning á því, með hvaða hætti skjöl gæðakerfis eru frábrugðin öðrum almennum skjölum.

Að geta að námskeiði loknu, sett fram verklagsreglu í hvaða gæðakerfi sem er.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð. Aðrir áhugasamir geta sótt um beint hjá EHÍ hér 


Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudaginn 28. okt. kl. 13:00 - 16:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðmundur S. Pétursson, rafmagnstæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum
  • Staðsetning
    FJARNÁMSKEIÐ
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
  • Gott að vita
    Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka.
  • Ummæli
  • Fyrirlesarinn var með gagnlegt efni sem var vel uppsett hjá honum og hljóðið barst vel milli landsfjórðunga.

  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
28.10.2019Á námskeiðinu er fjallað um:13:0016:00Guðmundur S. Pétursson, rafmagnstæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum
28.10.2019Hvernig á að setja upp verklagsreglur þannig að framsetningin verði hnitmiðuð og skýr.13:0113:01Guðmundur Svanberg Pétursson
28.10.2019Hvað þarf að koma fram í verklagsreglum og hvers vegna.13:0213:02Guðmundur Svanberg Pétursson
28.10.2019Hvernig er best að setja önnur skjöl upp, þannig að virkni þeirra verði eins og til er ætlast.13:0313:03Guðmundur Svanberg Pétursson
28.10.2019Þær reglur sem gæðakerfin kalla eftir í skráningu og uppsetningu á þeim skjölum sem nauðsynleg eru í virku gæðakerfi.13:0413:04Guðmundur Svanberg Pétursson
28.10.2019Hvernig hægt er að verða við þessum kröfum í hvaða gagnabrunni (gæðakerfi) sem er.13:0513:05Guðmundur Svanberg Pétursson