Dómstólasýslan - Tímastjórnun og forgangsröðun

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum.
Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn.
Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.

ATH. Námskeiðið er einnig í fjarnámi.

Markmið

Að þátttakendur fái innsýn í mikilvægi markmiðasetningar.

Að þátttakendur geti betur skipulagt eigin vinnu.

Að þátttakendur geti betur forgangsraðað verkefnum.

Að bæta árangur og afköst.

Að minnka streitu og álag starfsmanna.

Að fækka krísum á vinnustað.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, æfingar.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 10. nóvember 2020 frá kl. 13:00 - 15:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Steinunn I. Stefánsdóttir BA í sálfræði, MSc í viðskiptasálfræði og MSc í streitufræðum
 • Staðsetning
  Dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð, 108 Reykjavík
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk Dómstólasýslunnar
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is

Gott að vita

Námskeiðið er einnig í fjarnámi.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
10.11.2020Tímastjórnun og forgangsröðun 13:0015:00Steinunn I. Stefánsdóttir