Word ritvinnsla, grunnur - Vefnámskeið
Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni.
Notendaviðmót og virkni eru skýrð ásamt því að farið er yfir helstu skipanir og verkfæri. Farið er í grunninn á útlitsmótun texta og uppsetningu hans, og prentun skoðuð.
Myndir og myndefni eru sett inn og aðlagað að texta. Unnið með töflur og inndrátt, frumskjöl (templates) og gröf og töflur úr Excel innflutt.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Tölvuskólann Nemandi.is.
Hæfniviðmið
Að byggja upp góða grunnfærni í Word forritinu.
Að auka þekkingu til að forritið nýtist þáttakendum til fulls.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Myndbönd, lesefni og verklegar æfingar.Helstu upplýsingar
- Tími30. janúar. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAllir sem vilja nýta kosti Word til fullnustu.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsBergþóra Guðjónsdóttirbergthora(hjá)smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
|---|---|---|
| 18.12.2019 | Notendaviðmót Word. Opna sköl, vinna með texta og rétt vistun. Prentun skjala. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 22.12.2019 | Útlitsmótun texta. Helstu aðgerðir í ritvinnslu. Töflur í Word. Setja inn haus og fót. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 29.12.2019 | Innsetning og mótun myndefnis. Sniðskjöl. Dálkhnappur, töflur og innflutt gröf og töflur. | Bjartmar Þór Hulduson |