Photoshop - Vefnámskeið
Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í myndvinnslu með Photoshop.
Þú ferð í gegnum verkefni þar sem þú lærir á lykilverkfæri í Photoshop.
Þetta námskeið er byggt á spennandi verkefnavinnu s.s. að fjarlægja fólk eða hluti af myndum, hreinsa bletti eða bólur af andlitsmyndum, breyta bakgrunni og margt fleira.
Nemendur nota Photoshop Elements sem er sérlega byrjendavænt og skemmtilegt.
Námsþættir:
- Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum.
- Fjarlægja fólk eða hluti af mynd.
- Færa hluti eða fólk á mynd.
- Lagfæringar og litajöfnun.
- Síur og lög.
- Breyta bakgrunni.
- Myndvinnsla fyrir ólíka miðla.
Athugið að í upphafi er ein vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi almenna þekkingu á tölvunotkun.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Hæfniviðmið
Læra á lykilverkfæri í Photoshop.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími9. des. Námskeiðið stendur í 3 vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundStaðnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Photoshop.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia@smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.12.2019 | Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum. Fjarlægja fólk eða hluti af mynd. Færa hluti eða fólk á mynd. Lagfæringar og litajöfnun. | 10:00 | 10:00 | Bjartmar Þór Hulduson |
| 16.12.2019 | Helstu grunnverkfæri Photoshop + aukaæfingar. | 10:00 | 10:00 | Bjartmar Þór Hulduson |
| 23.12.2019 | Síur og lög. Helstu verkfæri Photoshop. Breyta bakgrunni. Myndvinnsla fyrir ólíka miðla. | 10:00 | 10:00 | Bjartmar Þór Hulduson |