Frá loftslagsvísindum til aðgerða - máttur einstaklinganna

Vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisvandamála hefur veröldin tekið miklum stakkaskiptum. Spár vísindamanna benda til þess að við höfum innan við áratug til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til þess að skerða ekki lífsgæði framtíðarkynslóða verulega. Við höfum tækifæri núna til þess að ná stjórn á aðstæðum okkar, barna okkar og sporna gegn eyðileggingu á umhverfi okkar og náttúru.

Á námskeiðinu verður farið yfir leiðir sem hægt er að fara til að hafa áhrif, bæði með því að breyta eigin hegðun og einnig hvernig hægt er að hafa áhrif á valdhafa, fólkið í kringum okkur, umhverfi okkar, vinnustaði o.s.frv.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Stígum grænu skrefin – margt smátt gerir eitt stórt. Litlir hlutir sem hægt er að breyta en hafa marktæk áhrif þegar á heildina er litið.
• Tækifæri til bættra lífsgæða um leið og dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
• Hvernig við förum frá hugarfarsbreyting í raunverulegar breytingar á hegðun.
• Hvernig rödd allra skiptir máli og hvað framtak einstaklingsins getur haft mikil áhrif.

Hæfniviðmið

Kynnast verkfærum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Öðlast ákvæðari viðhorf til þeirra breytinga sem þarf að ráðast í.

Fá valdeflingu og þekking á leiðum til að virkja aðra með okkur.

Öðlast dýpri skilning á siðferðilegum skyldum okkar gagnvart umhverfi og framtíðarkynslóðum.

Fyrirkomulag

Kennari sendir nokkra stutta texta og annað efni til þátttakenda til undirbúnings fyrir námskeiðið. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestri og umræðum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mið. 11. mars kl. 19:00 - 22:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík. Salur: Náma.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir alla þá sem vilja gera betur í umhverfismálum en vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Einnig fyrir þá sem þegar hafa hafist handa en vilja gera enn betur.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þáttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.03.2020Frá loftslagsvísindum til aðgerða - máttur einstaklinganna.19:0022:00Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands.