Isavia - Tímamót og tækifæri
Hér er fjallað um ólíka þætti þeirra kaflaskila sem starfslok eru í lífi fólks. Eftir áratugalanga veru á vinnumarkaði þarf fólk að takast á við breytt hlutverk á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Rætt er um bæði andlegar og félagslegar hliðar þessara breytinga og hve mikilvægt er að vera undir þær búinn.
Farið er yfir réttindi og fjármál eldri borgara, bæði út frá lífeyrisréttindum (LSR) og almannatryggingakerfinu. Rætt erum um heilsueflingu á efri árum og hve mikilvæg heilsurækt, hreifing og næring eru til þess að auka líkur á farsælli öldrun.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur séu betur búnir undir starfslok, bæði félagslega og andlega.
Að þátttakendur þekki helstu réttindi í lífeyrissjóðum og almannatryggingakerfinu.
Að þátttakendur þekki mikilvægi heilsueflingar á efri árum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiFimmtudaginn 4. apríl 2019, frá kl. 09:00 - 14:30 og föstudaginn 5. apríl frá kl. 9:00-14:30.
- Lengd11 klst.
- UmsjónÝmsir kennarar koma að námskeiðinu.
- StaðsetningGrand hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem eru að láta af störfum sökum aldurs.
- Gott að vitaNámskeiðið er aðeins ætlað starfsfólki Isavia sem boðað hefur verið á það.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörgbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 04.04.2019 | Kynningarfyrirlestur | 09:00 | 09:50 | Ýmsir kennarar koma að kennslu |
| 04.04.2019 | Liðleikaæfingar og kaffihlé | 09:50 | 10:00 | |
| 04.04.2019 | Hreyfing á efri árum, til mikils að vinna | 10:00 | 11:00 | Hrefna Hugosdóttir |
| 04.04.2019 | Svefn og svefnvenjur | 11:00 | 12:00 | NN |
| 04.04.2019 | Hádegismatur | 12:00 | 12:45 | |
| 04.04.2019 | Markmiðasetning, hvernig skal breyta hversdagslegum venjum. | 13:30 | 14:15 | NN |
| 04.04.2019 | Andleg heilsa - eftirlitskerfi hugsana | 13:30 | 14:15 | Ragnhildur Bjarkadóttir |
| 04.04.2019 | Samantekt, heimaverkefni og fyrirkomulag morgundagsins | 14:15 | 14:30 | Ragnhildur Bjarkadóttir |
| 05.04.2019 | Samantekt og upprifjun | 09:00 | 09:15 | |
| 05.04.2019 | Fjármál við starfslok | 09:15 | 11:00 | Björn Berg Gunnarsson |
| 05.04.2019 | Notalegir tónar og vangaveltur um lífið og tilveruna | 11:00 | 12:00 | Magnús Þór Sigmundsson |
| 05.04.2019 | Hádegismatur | 12:00 | 12:45 | |
| 05.04.2019 | Réttind og starfslok hjá Isavia | 12:45 | 13:15 | |
| 05.04.2019 | Félagsleg staða mín og hlutverk | 13:15 | 14:15 | Ragnhildur Bjarkadóttir |
| 05.04.2019 | Þakklætis- og kveðjustund | 14:15 | 14:30 | Hrefna Hugosdóttir |