5-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi

Stutt og hagnýtt námskeið til að hjálpa þér við að halda réttu fundina á árangursríkari hátt. Fundir eru algengasta og jafnframt misnotaðasta fyrirkomulag skipulegra samskipta – en með því að beita réttu leikskipulagi og skynsamlegri taktík má gera þá markvissari og árangursríkari.

Markmið námskeiðsins er að benda á hagnýtar leiðir til þess að nýta fundi með skynsamlegum hætti og stuðla þannig að betri fundarmenningu. 

Fjallað verður um 10 lykilþætti sem skipta þar mestu máli og eru þeir settir fram í þremur hlutum: Rétta umgjörðin (5 þættir), ábyrg fundarstjórn (4 þættir) og skýr niðurstaða (1 þáttur).

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Fundi og fundar(ó)menningu: hvers vegna eru svo margir fundir slæmir?
• Erkitýpur slæmrar fundarmenningar.
• Hvaða ábyrgð við berum á fundamenningu í eigin starfsumhverfi.
• Hvaða þættir skipta mestu máli fyrir góða, skilvirka fundi.
• Leikskipulagið 5-4-1: Tíu lykilþætti fyrir umgjörð funda, innihald og eftirfylgni.
• Hagnýt ráð til að ákvarða rétta umgjörð funda.
• Hagnýt ráð til að tryggja ábyrga fundarstjórn og gagnlegt innihald funda.
• Hagnýt ráð til að skrá niðurstöður og tryggja eftirfylgni funda.

Ávinningur þinn:
• Heildarsýn á þá þætti sem skipta mestu máli við að nýta fundi með skynsamlegum hætti og stuðla að betri fundarmenningu.
• Hagnýtt „leikkerfi“ til þess að halda réttu fundina á viðeigandi hátt.
• Hagnýtar aðferðir til þess að tryggja skynsamlegan undirbúning, skipulag og umgjörð funda.
• Hagnýtar aðferðir til þess að bæta samskipti og samvinnu á fundum.

Gert er ráð fyrir að skráðir þátttakendur fái senda netkönnun fyrir námskeiðið þar sem spurt er um viðhorf þeirra til þeirra lykilþátta funda og fundarmenningar sem fjallað verður um á námskeiðinu. Niðurstaða könnunar verður síðan fléttuð inn í umfjöllun um efnisþætti námskeiðsins. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum, s.s. að deila reynslu og læra af öðrum.
Þátttakendur fá afrit af glærum sem notaðar eru á námskeiðinu, ásamt bókalista og ábendingum um ítarefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Föstudagurinn 11. október kl. 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Þór Hauksson er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MPM (Master of Project Management) próf frá HR. Þór starfar sem verkefnastjóri hjá Landsvirkjun og er formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur, leiðtoga, verkefnastjóra og alla þá sem stýra fundum í starfi, vilja nýta fundi betur og stuðla um leið að betri fundarmenningu.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía Santacroce
    soffia@smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.10.20195-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi09:0012:00Þór Hauksson