Viðurkenndur bókari - NTV

Reiknishald, viðbætur  (41 stund)

Farið er í eftirfarandi atriði: Áframhaldandi rekstrarhæfi, kostnaðarverðsregla, gangvirði, innlausn tekna, jöfnunarregla, varkárnisregla, mikilvægisregla, sjóðstreymi, skýringar, afstemmingar og birgðamat.

Upplýsingatækni, viðbætur  (6 stundir)

Fjallað er um eftirfarandi: Upplýsingakerfi og öryggisþættir, innra eftirlit, töflureiknir l, fjármálaföll og skilyrt föll, síur (filters) og veltitöflur (pivot).

Skattaréttur  (45 stundir)

Fjallað er um eftirfarandi atriði: Lög um tekjuskatt, útfylling skattframtals einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, tekjuskattstofn, reiknaður tekjuskattur og gjaldfærður, frestaður tekjuskattur / skattinneign, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar, fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa / eigenda og reglur um arðgreiðslur / úthlutun á eigin fé.

Upprifjunartímar  (30 stundir)

Upprifjun og útskýringar á einstökum þáttum sem teknir eru fyrir á prófunum þremur.

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.

Hæfniviðmið

Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá kennslustundum í Fræðsluskýinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur.

Þeir sem skrá sig hjá Starfsmennt þurfa einnig að skrá sig hjá ntv en þar er hægt að fá nánari upplýsingar um námið.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    14. ágúst 2021.
  • Lengd
    100 klst.
  • Staðsetning
    NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn) Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið er ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum. Eingöngu fyrir félagsmenn.
  • Gott að vita
    Sæka þarf um námið bæði hjá Starfsmennt og hjá NTV. Nemendur greiða sjálfir prófgjöldin.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Að loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.08.2021Reikningshald Upplýsingatækni Skattskil00:0000:00Ýmsir sérfræðingar koma að kennslunni.
12.12.2021Viðurkenndur bókari00:0000:00