Betri skilningur og bætt samskipti - Vefnámskeið

Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig?

Everything DiSC® er byggt á rannsóknarvinnu William Moulton Marston Ph.D. (1893-1947) sem greindi fólk niður í fjórar manngerðir:

D fyrir Dominance
i fyrir Influence
S fyrir Steadiness
C fyrir Conscientiousness
Þátttakendur á námskeiðinu munu taka Everything DiSC könnun  sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þeim, hvernig þeir geta nýtt sér þá frekar og fá einnig innsýn í hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra á vinnustað.

Námskeiði byggist síðan upp þannig að farið er yfir hvað D, i, S, og C stendur fyrir, hverjir styrk- og veikleikar hverrar manngerðar eru, Þátttakendur læra síðan hvernig hægt er á einfaldan hátt að þekkja munin á milli einstaklinga, útfrá DiSC, og þannig hvernig hægt er að eiga góð og þæginleg samskipti sem skila árangri.

Um 40 milljónir manns hafa fengið DiSC þjálfun í gegnum tíðina.

Hæfniviðmið

Læra að auka áhrif sín í samskiptum.

Fyrirkomulag

 Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrarformi og virkri þátttöku einstaklinga.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjud. 28. apríl kl. 10:00 - 12:30
  • Lengd
    2,5 klst.
  • Umsjón
    Kjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka áhrif sín í samskiptum.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig SÍMEY.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
28.04.2020Lærðu að þekkja þína styrkleika í samskiptum betur og hvernig hægt er að þekkja styrkleika annarra á einfaldan háttKjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari.