Viðurkenndur bókari - Promennt - Vefnám
Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert nám sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína.
Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi.
Námið er mjög góður undirbúningur fyrir próf til viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um bókhald (skv. 43. grein laga nr. 145/1994). Ath. að prófið, sem er í þremur hlutum og haldið er á haustin, er alfarið á vegum ráðuneytisins og er prófgjald greitt sérstaklega og auglýst af ráðuneytinu.
- Reikningshald
- Upplýsingatækni
- Skattskil
Hæfniviðmið
Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Fyrirkomulag
Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá kennslustundum í Fræðsluskýinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur.Helstu upplýsingar
- Tími5. ágúst - 28. nóvember 2020.
- Lengd110 klst.
- UmsjónPromennt
- StaðsetningPromennt, Skeifan 11b, 108 Reyjavík.
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- Gott að vitaNemendur greiða sjálfir fyrir prófin. Sækja þarf um bæði hjá Starfsmennt og hjá Promennt.
- MatAð loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
05.08.2020 | Reikningshald Upplýsingatækni Skattskil |