Microsoft Teams og OneDrive
Teams og OneDrive eru nýjar afurðir frá Microsoft og því mikilvægt að kynnast þeim rétt frá byrjun til að forðast einföld mistök sem gætu átt sér stað. Með Teams fæst skýrari fókus á verkefni þar sem öll umræða, efni og gögn tilheyra einum og sama staðnum. Meiri fókus þýðir minni tími sem fer forgörðum í leit að tengdu efni og því meira gegnsæi.
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive og Teams frá Microsoft en þau vinna náið saman og varla hægt að nota annað án þess að komast í kynni við hitt á einhverjum tíma. Byrjað er að fara yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
OneDrive
Með OneDrive gefst tækifæri að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér útgáfustjórnun. Sumt af þessu á sér stað Í bakgrunni eins og samstilling á breytingum, útgáfustýring og fleira.
Sem hluti af Office 365 áskrift getur viðkomandi því vistað gögn í OneDrive, unnið með þau frá mismunandi tækjum og deilt þeim með innri og ytri aðilum sé það heimilt.
Farið er yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu gagna, samvinnu og fleira.
Microsoft Teams er fyrir teymi einstaklinga sem saman mynda hóp sem vinnur saman, deilir gögnum og eða vill eiga samskipti sín á milli í gegnum spjallborð svo eitthvað sé nefnt.
Innan hvers teymis má setja upp fleiri en eina rás er endurspeglar skipulag, í kringum ákveðin verkefni eða fyrir sameiginleg áhugamál. Innan rása má halda fundi, vera með hóp-spjall og geymsla gagna ásamt tengingum við önnur kerfi/lausnir. Hægt er að eiga spjall við einstakling alveg eins og við hópa.
Farið er yfir hvað Teams er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.
Hæfniviðmið
Læra muninn á OneDrive vs. One Drive 4Bussiness
Vita hvað OneDrive býður uppá
Kunna vistun á gögnum í OneDrive
Kunna samvinnu á gögnum í rauntíma
Kunna að deila gögnum frá OneDrive
Þekkja aðgang að gögnum frá mismunandi tækjum
Kunna afritun, endurheimtur og skjalastýringu
Vita hvað Teams er og hvað það býður uppá
Þekkja umhverfi Teams
Þekkja muninn á hópum vs. rásum
Þekkja réttindi notenda
Læra muninn á OneDrive vs. SharePoint (geymslusvæði)
Þekkja aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
Þekkja muninn á opnum hópum og lokuðum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefni í tíma.
ATH! Þátttakendur eru beðnir um að koma með fartölvu á námskeiðið. Gott er að hafa einnig tölvumús.
Helstu upplýsingar
- TímiFim. 23. jan. kl. 13:00 - 16:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónAtli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.
- Gott að vitaStarfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is5500060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
23.01.2020 | Microsoft Teams og OneDrive | 13:00 | 16:00 | Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari. |