Stjórnun og skipulag
Að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og sína tímastjórnun og að sama skapi gera þá meðvitaðri um það hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það fyrir augum að gera þá að öflugri stjórnendum.
Námskeið er tvískipt. Fyrri parturinn snýr að eigin stjórnun, hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir. Unnið er m.a. með markmiðasetningu og yfirfærslu hennar á dagleg störf þátttakenda. Til að greina mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er einnig farið í Pareto lögmálið og To do lista.
Í seinni hluta námskeiðsins er stjórnun starfsmanna tekin fyrir - listin að stjórna sér og öðrum, hvernig við sem stjórnendur getum haft áhrif á starfsmenn, líðan þeirra og afköst. Farið í grunnatriði stjórnunar, aðferðir, völd, ábyrgð og leiðir til að koma hlutum í verk og láta gott af sér leiða.
Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.
Hæfniviðmið
Að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og tímastjórnun.
Að gera stjórnendur meðvitaðri um hvernig þeir stjórna sínu starfsfólki.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagarnir 12. og 19. febrúar kl. 13:00 - 17:00.
- Lengd8 klst.
- UmsjónRagnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
- StaðsetningEngjavegi 6, í húsnæði merkt: Íþróttamiðstöðin í Laugardal, 104 rvk.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja efla sig í stjórnun.
- Gott að vitaTakmarkaður sætafjöldi.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 12.02.2019 | Stjórnun og skipulag | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |
| 19.02.2019 | Stjórnun og skipulag | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |