Photoshop - Vefnámskeið
Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í Photoshop.
Nemendur sækja 30 daga prufuútgáfu af Photoshop Elements, sem er sérlega byrjendavæn útgáfa af Photoshop.
Þetta námskeið byggir á spennandi verkefnavinnu s.s. að fjarlægja hluti af myndum, hreinsa bletti eða bólur af andlitsmyndum, breyta bakgrunni og margt fleira.
Námsþættir:
- Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum.
- Fjarlægja fólk eða hluti af mynd.
- Færa hluti eða fólk á mynd.
- Lagfæringar og litajöfnun.
- Síur og lög.
- Breyta bakgrunni.
- Myndvinnsla fyrir ólíka miðla.
Athugið að í upphafi er ein vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi almenna þekkingu á tölvunotkun.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Hæfniviðmið
Læra á lykilverkfæri í Photoshop.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími27. apríl. Námskeiðið stendur í 3 vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundStaðnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Photoshop.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia@smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
27.04.2020 | Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum. Fjarlægja fólk eða hluti af mynd. Færa hluti eða fólk á mynd. Lagfæringar og litajöfnun. | 23:59 | 23:59 | Bjartmar Þór Hulduson |
06.04.2020 | Síur og lög. Helstu verkfæri Photoshop. Breyta bakgrunni. Myndvinnsla fyrir ólíka miðla. | 23:59 | 23:59 | Bjartmar Þór Hulduson |
13.04.2020 | Helstu grunnverkfæri Photoshop + aukaæfingar. | 23:59 | 23:59 | Bjartmar Þór Hulduson |