Hvatning og starfsánægja - áhrif stjórnenda

Hvers vegna er starfsánægja mikilvæg? Á námskeiðinu er leitast við að varpa ljósi á hvað drífur starfsmenn áfram. Fjallað er um áhrif gilda og menningar á starfsandann. Komið er inn á þá þætti sem stuðla að bættum starfsanda og það viðhorf sem er eftirsóknarvert.

Farið verður yfir ólíkar þarfir starfsmanna eftir mismunandi eiginleikum þeirra og hvaða kynslóð þeir tilheyra. Leitast verður við að greina hvað hægt er að gera til að bæta starfsandann og hvað virkar síður. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvaða áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn, upplifun þeirra og líðan.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Vinnustaðamenningu, gildi og stjórnunarstíl.
• Áhrif hvatningar og innleiðingu aðferða til breytinga. 
• Væntingar starfsmanna til starfsins.

Ávinningur þinn:
• Öðlast skilning á þörfum mismunandi starfsmanna.
• Lærir um áhrif stjórnunar á starfsánægju.
• Kynnist þeim aðferðum sem hægt er að grípa til til að auka starfsánægju.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagurinn 9. mars kl. 13:00 - 17:00.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Kristinn Óskarsson er reyndur stjórnandi og starfar sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar. Hann er viðskiptafræðingur, MBA frá HÍ auk þess að vera kennaramenntaður.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félögum og áhugafólk um efnið.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía Santacroce
    soffia@smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.03.2020Hvatning og starfsánægja - áhrif stjórnenda13:0017:00Kristinn Óskarsson