Þróttur Borgarnes - Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir
Flest íþróttamannvirki taka á móti nemendum í leikfimi og sundkennslu.
Á námskeiðinu verður fjallað um jákvæða agastjórnun og leiðir til að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Gefið verður yfirlit yfir raunprófaðar aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun samhliða því að festa jákvæða hegðun og líðan í sessi.
Fjallað verður um lausnamiðað viðhorf, góðan liðsanda, skipulag, væntingar, samskipti og fjölbreyttar leiðir til að hvetja nemendur til að sýna viðeigandi hegðun.
Þá verður farið yfir helstu frávik og greiningar, hvað einkennir þau börn og leiðir til að eiga sem jákvæðust og skilvirkust samskipti við þau. Meðal efnisatriða í frávikum og greiningum er: ADHD, offita, flogaveiki, sykursýki, stómi, tourette og einhverfa.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur öðlist grunn þekkingu á agastjórnun.
Að þátttakendur þekki helstu greiningar grunnskólabarna og einkenni þeirra.
Að þátttakendur læri hvernig berst er að bregðast við hegðun barna með ólíkar greiningar.
Að draga úr fordómum þátttakenda gagnvart börnum með sérþarfir.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími4. maí 2020 frá kl. 10-14:30.
- Lengd4 klst.
- UmsjónTómas Jónsson
- StaðsetningHótel B59, Borgarbraut 59, Borgarnesi.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
- Mat100% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
04.05.2020 | Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir. | 10:00 | 14:30 | Tómas Jónsson |