Almennir bókarar - Opni háskólinn í Reykjavík - Fjarnám

Um námið
Bókarar þurfa að tileinka sér fjölbreytta þekkingu á reikningshaldi, lögum um skattskil og tölvukerfum. Þetta námskeið er kennt í fjarnámi og veitir nemendum fyrirtaks grunn í ofangreindum þáttum og er góður undirbúningur fyrir námslínuna Viðurkenndir bókarar.

Meðal þess sem kennt er:
Töflur og formúlur í Excel
Útgáfa reikninga
Virðisaukaskattur
Skattskylda og undanþágur
Hlutverk bókara og bókhaldslögin
Tekjuskráning og staðgreiðsla

Um bókhald
Bókarar starfa víða í stjórnsýslunni og í atvinnulífinu enda eru langflest fyrirtæki, stofnanir, félög, sambönd, sjóðir og einyrkjar með bókhaldsskyldu samkvæmt lögum. Þekking bókara á því hvernig setja á ráðstöfun fjármuna fram með greinargóðum hætti er því gagnleg og mikils metin á fjölmörgum sviðum samfélagsins.

Fyrir hverja er námskeiðið
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af bókhaldsstörfum eða þekki grundvallaratriði í bókhaldi.

Kennsla
Þrír reyndir kennarar sjá um kennslu; löggiltir endurskoðendur og héraðsdómslögmaður.

Próf og heimavinna
Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og ekki eru sett fyrir aukaverkefni.  Verkefni eru unnin um leið og hlustað/horft er á fyrirlestrana.

Birting fyrirlestra vorið 2020
Námið er 48 klst. og er fjarnám með staðarlotu í lok námsins. 
Hljóðfyrirlestrar eru birtir í upphafi námskeiðsins og samanstanda af:

Fjarnám - Reikningshald
Sex fyrirlestrar sem bera þessa titla:

Bókhald
Bókun tekna
Bókun kostnaðar
Laun og tengd gjöld
Mat og færslur
Afstemmningar

Fjarnám - Skattskil
Tveir fyrirlestrar:

Skattskil hluti I
Skattskil hluti II

Staðarlota - Excel
Laugardagur 7. mars 2020 kl. 9-17
Sunnudagur 8. mars 2020 kl. 9-17

Allir sem skrá sig hjá Starfsmennt, þurfa líka að skrá sig hjá Opna háskólanum.


Hæfniviðmið

Að auka færni þátttakenda í bókhaldi og að námið nýtist í starfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefni í tímum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Námið hefst 12. febrúar 2020.
  • Lengd
    48 klst.
  • Umsjón
    Lúðvík Þráinsson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, Helga Hauksdóttir héraðsdómslögmaður hjá Land lögmönnum og Guðmundur Ingólfsson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte.
  • Staðsetning
    Opni háskólinn í HR Menntavegi 1 101 Reykjavík
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af bókhaldi og/eða vilja undirbúa sig fyrir Viðurkenndan bókara. Eingöngu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, öðrum er bent á að skrá sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    555-0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
20.02.2020