Sýslumaðurinn á Suðurlandi - Er gaman í vinnunni? - Vefnám - Kl. 10:00-12:00

Nýlegar rannsóknir sýna að Íslandingar vinna lengsta vinnuviku allra þjóða í Evrópu. Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman af vinnunni. Viðhorf okkar gagnvart vinnunni og að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og nota gott skopskyn skiptir hér öllu máli. Rannsókn ráðgjafans Leslie Gibson sem birtist í tímaritinu Florida Trend árið 1992 sýndi að leikskólabörn brosa að meðaltali 400 sinnum á dag á meðan fullorðnir brosa aðeins 15-16 sinnum á dag. Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að fólk með gott skopskyn er hugmyndaríkara, í betra tilfinningalegu jafnvægi, raunsærra og með meira sjálfstraust. Húmorinn hefur auk þess jákvæð áhrif á samskiptin við annað fólk. Og þetta er merkileg keðjuverkun vegna þess að þegar við erum glöð þá brosum við og þegar við brosum þá verðum við glöð. Til að skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað þarf ekkert nema smá hugmyndaflug og framtakssemi.

Ávinningur:
Líflegri og skemmtilegri vinnustaður.
Betri og árangursríkari samskipti.
Meiri starfsánægja og vellíðan á vinnustað.

Kennt er í gegnum Zoom forritið og fá þátttakendur sendan hlekk inn á námskeiðið með góðum fyrirvara.


Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 29. apríl kl. 10:00-12:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)
  • Staðsetning
    Vefnámskeið
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Kennt er í gegnum Zoom forritið og fá þátttakendur sendan hlekk inn á námskeiði áður en námskeið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
29.04.2021Er gaman í vinnunni?Ingrid Kuhlman