Breytingastjórnun
Breytingar eru órjúfanlegur hluti samtímans. Það er lykilatriði fyrir skipulagsheildir að geta aðlagast breytingum eða tekið forystu um breytingar til að lifa af í umhverfi sem einkennist af auknum hraða, upplýsingaflæði og samkeppni.
Á námskeiðinu verður fjallað um eðli breytinga og þekktar kenningar um breytingastjórnun kynntar. Skoðað verður af hverju fólk sýnir viðspyrnu við breytingum og hugað að því ferli sem starfsmenn upplifa þegar breytingar eiga sér stað. Kynntar verða aðferðir til að greina hagsmunaaðila og áhættu í tengslum við breytingar og skoðað hvernig nýta má niðurstöður slíkra greininga til að velja aðferðir við innleiðingu svo líklegra sé að áformaðar breytingar gangi eftir.
Unnið verður með raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda á þeim kenningum sem fjallað verður um á námskeiðinu.
Á námskeiðinu verður fjallað um eðli breytinga og þekktar kenningar um breytingastjórnun kynntar. Skoðað verður af hverju fólk sýnir viðspyrnu við breytingum og hugað að því ferli sem starfsmenn upplifa þegar breytingar eiga sér stað. Kynntar verða aðferðir til að greina hagsmunaaðila og áhættu í tengslum við breytingar og skoðað hvernig nýta má niðurstöður slíkra greininga til að velja aðferðir við innleiðingu svo líklegra sé að áformaðar breytingar gangi eftir.
Unnið verður með raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda á þeim kenningum sem fjallað verður um á námskeiðinu.
Hæfniviðmið
Skilningur á eðli breytinga.
Þekking á helstu kenningum um breytingastjórnun.
Aukin meðvitund um líkleg viðbrögð starfsmanna við breytingum.
Skilningur á hagsmunaaðilagreiningu og færni í að beita henni.
Skilningur á áhættugreiningu og áhættumati og færni í framkvæmd þess.
Þekking á aðferðum sem beita má við innleiðingu breytinga.
Aukinn skilningur á hvernig stuðla megi að árangursríkum breytingum.
Fyrirkomulag
Þátttakendur fá afhentar slæður sem notaðar eru í kennslunni, greinar um breytingastjórnun, bókalista og ábendingar um áhugaverðar vefsíður.
Helstu upplýsingar
- TímiFim. 1. nóv. kl. 13:00 - 16:30.
- Lengd3,5 klst.
- UmsjónKristín Baldursdóttir, Cand Oecon, MA og MPM (Master of Project Management).
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStjórnendur og sérfræðinga sem vilja efla þekkingu sína og færni á sviði breytingastjórnunar.
- Gott að vitaAðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 01.11.2018 | Breytingastjórnun. | 13:00 | 16:30 | Kristín Baldursdóttir. |