Mannauðsstjórnun
Tekin eru fyrir undirstöðuatriði í mannauðsstjórnun og þátttakendum gerð grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Lögð er áhersla á að styrkja stjórnendur í því ábyrgðarhlutverki að vera með mannaforráð. Þá er mikil áhersla lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það sem kennt er á dagleg störf.
1. Dagur - Stefnur og menning
Mannauðsstjórnun, verkefni og þroskastig
Stefnumótun og mannauðsstefna
Breytingarstjórnun
Vinnustaðamenning
2. Dagur - Stjórnun og mannauður
Stjórnandinn og leiðtoginn
Að stýra fólki, aðferðir og áhrif
Mannlegi þátturinn, samskipti og erfið starfsmannamál
Skipulag og árangur í starfi
3. Dagur - Starfsþróun og starfsánægja
Starfsþróun
Fræðsla og þjálfun
Móttaka nýliða
Starfsánægja og hvatning
4. Dagur - Ráðningar og starfsmannavelta
Starfsgreiningar og starfslýsingar
Ráðningar
Starfsmannavelta
Starfsmanna-/frammistöðusamtöl
Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur tileinki sér grunnatriðið í mannauðsstjórnun.
Að gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar í rekstri fyrirtækja og stofnana.
Að þátttakendur geti yfirfært það sem kennt er á dagleg störf.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudaga: 6., 13., 20. og 27. febrúar kl. 13:00 - 17:00.
- Lengd16 klst.
- UmsjónRagnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
- StaðsetningSALUR A, 3.hæð - Engjavegur 6, 104 Reykjavík (ÍSÍ húsið í Laugardalnum).
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja efla sig í mannauðsstjórnun (millistjórnendur, hópstjórar, mannauðstjórar, vaktstjórar og svo famvegis).
- Gott að vitaTakmarkaður sætafjöldi.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 06.02.2019 | Mannauðsstjórnun | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |
| 13.02.2019 | Mannauðsstjórnun | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |
| 20.02.2019 | Mannauðsstjórnun | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |
| 27.02.2019 | Mannauðsstjórnun | 13:00 | 17:00 | Ragnar Matthíasson |