Pólska fyrir byrjendur II

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Pólska fyrir byrjendur I. Stuðst verður við tjáskiptaaðferðina og unnið með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál. Nemendur þjálfa talfærni í litlum hópum og farið verður yfir helstu málfræðiatriði. Nemendum verður einnig leiðbeint með sjálfsnám og þeir hafa kost á því að vinna verkefni heima. Í tengslum við þetta námskeið verða ýmsir viðburðir svo sem kvikmyndasýningar þar sem nýlegar pólskar kvikmyndir verða sýndar með enskum texta.

Námskeiðið er kennt á ensku.

Hæfniviðmið

Á þessu námskeiði mundu nemendur:

Halda áfram að auka hæfni sína í öllum færniþáttum: talmáli, ritun, hlustun og lesskilningi.

Auka orðaforða sinn og málfræðikunnáttu.

Tjá sig í riti og ræðu um einföld málefni.

Öðlast betri innsýn í pólskumælandi menningu og þjóðfélag.

Fyrirkomulag

Talmál, lestur, hlustun og ritun.

Skyldulesning: STEMPEK, IWONA (ET.AL.): POLSKI KROK PO KROKU. LEVEL 1, Polish-courses.com 2010.

Námskeiðið er kennt á ensku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    12 skipti, kennt á þriðjudögum og fimmtudögum, 15. jan.-22. feb. kl. 16:40 - 18:10
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Eyjólfur Már Sigurðsson.
  • Staðsetning
    Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar, stofa VHV-10.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.01.2019Pólska fyrir byrjendur II16:4018:10Katarzyna Rabeda.
17.01.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
22.01.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
24.01.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
29.01.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
31.01.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
05.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
07.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
12.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
14.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
19.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari
21.02.2019Pólska fyrir byrjendur I16:4018:10Sami kennari