Fagnám í umönnun fatlaðra
Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.
Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.
Námið spannar 324 klukkustundir. 164 stundir með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun). Kennt er í vendikennslu þanngi að nemendur hafa aðgang að námsefni á netinu hvar sem er og hvenær sem er. Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.
Námskrá - Fagnám í umönnun fatlaðra.
Hæfniviðmið
Að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.
Fyrirkomulag
Fjarnám.Helstu upplýsingar
- TímiNámstíminn er frá hausti 2019 og fram í maí 2020.
- Lengd324 klst.
- UmsjónSnædís Ösp Valdemarsdóttir hjá Fræðsluneti Suðurlands
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞeir sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.
- Gott að vitaNámið er vendikennsla og hafa nemendur því aðgang að námsefni á netinu hvar og hvenær sem er.
- MatVerkefnaskil og mæting í fjarkennslutíma.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 01.09.2019 | 00:00 | 00:00 | Ýmsir sérfræðingar |