Trúnaðarmenn Sameykis -# MeToo - og hvað svo? kl. 13:00-16:00

Á síðustu árum hafa sprottið upp samfélagsbylgjur þar sem konur greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Nýverið er einnig farið að bera á því að gerendur séu nafngreindir, ýmist í opinberum eða í lokuðum hópum. Hluti þessarar hegðunar og ofbeldi á sér stað á vinnumarkaði en málin snerta einnig vinnustaði með almennari hætti. Dæmi eru um bæði þolendur og gerendur sem leita til stéttarfélaga sinna í leit eftir ráðgjöf og aðstoð.

Meðal þeirra spurninga sem reynt verður að svara er hvert hlutverk stéttarfélaga og verkalýðshreyfingarinnar sé í þessari baráttu og hvernig stéttarfélög geti tekist á við einstök mál sem upp koma. Ásamt því verður fjallað um eðli, afleiðingar og umfang kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis, lagalegar skilgreiningar og hlutverk ólíkra stofnanna.

Hæfniviðmið

Að fá innsýn í áhrif #MeToo byltingarinnar á vinnumarkað

Að auka skilning á almennum birtingarmyndum kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnustöðum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudaginn 9. mars 2022, frá kl. 13-16.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sameyki
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn og aðrir kjörnir fulltrúar Sameykis.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir trúnaðarmenn og aðra kjörna fulltrúa Sameykis.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir
    johanna@sameyki.is
    5258330

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.03.2022#MeToo - og hvað svo?13:0016:00Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ