Hugarkort, Mind Mapping - Vefnámskeið

Hugarkort eru öflugt verkfæri sem hægt er að nota til að auka færni í starfi og námi. Þau gefa okkur nýja leið til að greina og meta einföld sem flókin viðfangsefni bæði til að þróa nýjar hugmyndir, festa efni betur í minni og auka skilning á viðfangsefninu.

Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á praktískan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem glósutækni og í dag er gerð þeirra kennd við marga háskóla til stuðnings við lærdóm og sköpun.

Á námskeiðinu kennum við annars vegar aðferðafræði Hugarkorta og hins vegar praktíska nýtingu þeirra með notkun á (ókeypis) hugbúnaði til hugarkortagerðar.

Námsþættir:
  • Gerð hugarkorta, hagnýt verkefni.
  • Ókeypis öflugur hugbúnaður fyrir hugarkortagerð. 
  • MindManager / Xmind.

Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna. 

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.

Hæfniviðmið

Aukin færni í notkun hugarkorta.

Geta til að skipuleggja hugsun og þekking á árangursríkan hátt.

Þekking á möguleikum hugarkorta.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. feb. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja læra að nýta hugarkort í leik og starfi. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
21.02.2020Gerð hugarkorta, hagnýt verkefniBjartmar Þór Hulduson
23.02.2020Frír hugbúnaður fyrir hugarkortagerð.Bjartmar Þór Hulduson
01.03.2020MindManager / Xmind.Bjartmar Þór Hulduson