Vísdómur - Meðferð ágreiningsmála við gjaldþrotaskipti - einnig fjarkennt
Í 5. þætti laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er mælt fyrir um ýmis ágreiningsefni sem lögð verða fyrir héraðsdóm samkvæmt lögunum, svo sem vegna greiðslustöðvunar, nauðasamninga og gjaldþrotaskipta.
Á námskeiðinu verður stuttlega vikið að þeim grundvallarskilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til að kröfur um gjaldþrotaskipti nái fram að ganga fyrir dómi. Þá verður sérstök áhersla lögð á þær reglur sem gilda um þá málsmeðferð sem viðhafa ber þegar ágreiningur rís milli aðila vegna krafna um gjaldþrotaskipti.
Fjallað verður um helstu flokka slíkra ágreiningsefna og jafnframt gerð grein fyrir því á hvaða hátt málsmeðferð í slíkum ágreiningsmálum er frábrugðin hefðbundinni málsmeðferð í einkamálum, sbr. lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- Tími14. febrúar 2019 frá kl. 14:00-17:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónÁsbjörn Jónsson og Þórhildur Líndal.
- StaðsetningÍ fundarsal dómstólasýslunnar, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn Héraðsdómstólanna
- Gott að vitaÞeir sem eru staðsettir út á landi geta tengst fjarfundabúnaði.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 14.02.2019 | Meðferð ágreiningsmála við gjaldþrotaskipti. | 14:00 | 17:00 | Ásbjörn Jónsson og Þórhildur Líndal |