Tollstjóri - Inngangur að lögfræði - Hópur B

Kynnt er uppbygging lögfræðinnar og aðferðafræði sem hún byggir á. Kynntir eru vefir ýmissa stofnana þar sem leita má nauðsynlegra upplýsinga.

Hæfniviðmið

Fái innsýn í aðferðafræði lögfræðinnar.

Skilji samband stjórnarskrár, laga, reglugerða og verklagsreglna þannig að það nýtist í starfi.

Geti beitt verklagsreglum rétt.

Viti hvar upplýsingar um lög og reglur er að finna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og æfingar í að vinna með verklagsreglur og finna lög og reglugerðir. Verkleg æfing: þátttakandi velur eina verklagsreglu til að skoða og finna út á hvaða lögum hún byggir.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    14. mars 2019, frá kl. 8:15-10:15.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ingileif Eyleifsdóttir, lögfræðingur.
  • Staðsetning
    Tryggvagata 19, 101 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið er einungis fyrir starfsmenn Tollstjóra.
  • Gott að vita
    Kynntir verða vefir ýmissa stofnana þar sem leita má nauðsynlegra upplýsinga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Til þess að útskrifast af námskeiðinu þarf 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.03.2019Inngangur að lögfræði.08:1510:15Ingileif Eyleifsdóttir