Sáttamiðlun

Á námskeiðinu er fjallað um eðli sáttamiðlunar og hugmyndarfræðin að baki sáttamiðlunar er kynnt. Skoðað verður hvað hamlar árangursríkri sáttamiðlun og kynntar verða aðferðir sem beita má við ólíkar aðstæður til að auka líkur á að sátt náist.
Það er lykilatriði fyrir stjórnendur að geta tekist á við ágreining og tekið forystu í að leita sátta milli deilandi aðila.

Fjallað verður um eðli sáttamiðlunar og þekktar kenningar um sáttamiðlun verða kynntar. Skoðað verður af hverju fólk sýnir viðspyrnu þegar leitað er sátta og hugað er að því ferli sem starfsmenn upplifa þegar áreiningur á sér stað. Kynntar verða aðferðir til að meta og greina hagsmunaaðila og áhættur sem geta myndast á milli ólíkra aðila. Skoðað verður hvernig nýta má niðurstöður slíkra greininga til að velja nálgun sáttamiðlunar svo líklegra sé að áformuð sátt gangi eftir.

Unnið verður með raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda á þeim aðferðum sem fjallað verður um á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Eðli ágreinings
• Kenningar í sáttamiðlun
• Hlutverk sáttamanns í ferlinu
• Verkfæri sáttamannsins
• Aðferðir
• Skyldur og siðareglur

Ávinningur þinn:
• Skilningur á ágreiningi og deilum
• Þekking á kenningum sáttamiðlunar
• Aukinn skilningur á hlutverki sáttamanns
• Þekking á verkfærum sáttamanna
• Skilningur á aðferðum sáttamanna
• Yfirsýn yfir skyldur og siðareglur sáttamanna

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 22. mars kl. 12:30 - 16:30
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Sigþrúður Erla Arnardóttir, sálfræðingur og stjórnandi hjá Reykjavíkurborg
 • Staðsetning
  Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og aðrir sem vilja efla þekkingu sína og færni á sviði sáttamiðlunar.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Guðný Santacroce
  soffia@smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
22.03.2022Sáttamiðlun12:3016:30Sigþrúður Erla Arnardóttir