Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun - Vefnám

Eitt af því sem einkennir árangursríkar stofnanir og fyrirtæki er hæfileiki starfsfólksins til að greina og leysa verkefni með fjölbreyttri og skapandi nálgun. Það hefur eflaust aldrei verið jafn mikilvægt að skapa og nú vegna áhrifa COVID og fjórða iðnbyltingin kallar á sköpunargleði í síauknum mæli.

Samkvæmt könnun sem IBM gerði með því að spyrja yfir 1.500 stjórnendur frá 60 löndum og í 33 mismunandi starfsstéttum, þá er sköpunargleði það sem við þurfum til að ná árangri. Rannsakendur tala um að sköpunargleði sé forsenda nýsköpunar, samkeppnishæfni og áframhaldandi tilveru fyrirtækja og höfundurinn

Daniel Pink talar um í bók sinni A Whole New Mind að framtíðin muni tilheyra fólki sem er skapandi. Sköpunargleði og lausnarmiðuð hugsun nýtist einnig í daglegu lífi við úrlausn ýmissa verkefna og ákvarðanatöku. Kynntar verða aðferðir og verkfæri sem nýtast við lausn verkefna.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfin Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.  Í fjarfundakerfunum sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Viðtal við Birnu Dröfn leiðbeinenda námskeiðsins um sköpunargleði sjá hér.

Hæfniviðmið

Að skilja hvað átt er við þegar talað er um skapandi og lausnarmiðaða hugsun.

Að geta tekið þátt í lausn verkefna sem krefjast skapandi og lausnarmiðaðrar hugsunar.

Að þekkja aðferðir og leiðir sem efla skapandi og lausnarmiðaða hugsun.

Að geta valið og beitt skapandi aðferðum við lausn verkefna

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni. Vefnám.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagurinn 7. október kl 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi og stjórnenda markþjálfi
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    15.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Opið öllum. Námskeiði er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
  • Gott að vita
    Skráningu lýkur kl. 15:00 þriðjudaginn 6. október.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Ummæli
  • Það kom mér á óvart hvað ég get skapað mikið.

  • Kennarinn gefur mikið af sér, frábært námskeið.

  • Í upphafi fannst mér óraunhæft að öll markmið þessa námskeiðs myndu nást, en svo stóðst þetta allt saman.

  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
07.10.2020Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsunBirna Dröfn Birgisdóttir