Outlook / Verkefna- og tímastjórnun - Vefnámskeið

Outlook er fjölþætt samskiptaforrit. Outlook er þægilegt í notkun en möguleikarnir mun fleiri en flestir notendur gera sér grein fyrir. Forritið  sameinar kosti ýmissa annarra forrita  og býr einnig yfir nokkrum nýjungum. Outlook er sérlega hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Athugið að í upphafi er ein vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi almenna þekkingu á tölvunotkun.  

Námsþættir: 

  • Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun. Almenn skjalstjórnun.  
  • Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti. Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.  
  • Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka. Ferilskrá og skipulag. Senda og taka á móti – flokka og vinna með tölvupóst.

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.

Hæfniviðmið

Aukin færni í að nota Outlook til tímastjórnunar og skipulags.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    18. mars. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja bæta almenna færni sína í Outlook.
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
23.03.2020Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun. Almenn skjalastjórnun.  Bjartmar Þór Hulduson
21.03.2020Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti. Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.  Bjartmar Þór Hulduson
28.03.2020Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka. Ferilskrá og skipulag. Senda og taka á móti – flokka og vinna með tölvupóst. Bjartmar Þór Hulduson