Þróttur Borgarnes - Að eiga við erfiða gesti
Á námskeiðinu er farið í leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini, kvartanir og ágreining.
Fjallað er um helstu ástæður þess að viðskiptavinir eru erfiðir og hvernig best er að bregðast við reiði og tilfinningahita viðskiptavina. Ólíkar tegundir erfiðra viðskiptavina eru aðgreindar með tilliti til þess hvaða viðbrögð henta best hverjum aðstæðum, t.d. að meðhöndla ber æst fólk á annan hátt en ákveðna einstaklinga.
Einnig verða þjálfuð viðbrögð við erfiðum samskiptum og bent á leiðir til að stýra ágreiningi, leita lausna og verjast ágengni á faglegan hátt.
Hæfniviðmið
Að auka hæfni starfsmanna til að taka á erfiðum viðskiptavinum og samskiptum.
Að auka skilning á erfiðum samskiptum og leiðum til að bæta þau.
Að auka sjálfsöryggi starfsmanna til að mæta erfiðum málum og finna þeim farveg.
Að benda á leiðir til að auka vellíðan á vinnustað og ánægju í starfi.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími5. maí 2020 frá kl. 9-15:30
- Lengd6 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir
- StaðsetningHótel B59, Borgarbraut 59, Borgarnesi.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
- Mat100% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
05.05.2020 | Að eiga við erfiða gesti. | 09:00 | 15:30 | Margrét Reynisdóttir |