Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum.
Samfélags- og samskiptamiðlar eins og Facebook, Twitter, Linkedin, og Instagram, bjóða fjölmarga möguleika en í þeim geta einnig falist hættur séu þeir ekki rétt nýttir. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á hvernig má nýta þá í starfi og á hvaða hátt, hverjar hætturnar eru og hver munurinn er á milli ólíkra miðla. Á námskeiðinu er jafnframt fjallað um hvað er gott íslenskt mál og hvað ber að varast í málnotkun. Þá verður skoðað hvernig búa megi til árangursrík verkfæri til markaðssetningar og hvernig halda megi áhuganum hjá félagsmönnum. Þátttakendur fá gagnlegar leiðbeiningar um notkun þessara ólíku miðla sem nýtast við markvissa markaðssetningu.
Námskeiðið kostar kr. 34.000. Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur auki færni sína við að móta og miðla upplýsingum í gegnum ólíka miðla.
Að þátttakendurgeti haft áhrif á aðra til að virkja fleiri einstaklinga til liðs við stéttarfélögin.
Að þátttakendur læri að aðlaga texta að mismunandi kynningaraðferðum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- Tími17. september. Kl. 10:00 - 17:00.
- Lengd7 klst.
- UmsjónMaríanna Friðjónsdóttir ráðgjafi og samfélagsmiðlari.
- StaðsetningGrettisgötu 89, fyrsta hæð.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá) smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 17.09.2018 | Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum. | 10:00 | 17:00 | Maríanna Friðjónsdóttir. |