Breytt starfsmannasamtöl
Á flestum vinnustöðum er það sýn og von stjórnenda að starfsfólki líði og vegni vel í starfi. Slíkt eykur afköst, hefur áhrif á þjónustu og ánægju viðskiptavina. Notaðar eru margs konar leiðir til að mæla hvernig starfsfólki gengur. Árlegt frammistöðumat og/eða starfsmannasamtal eru dæmi um nálgun sem lengi hefur verið notuð. Árangur þeirra hefur verið æði misjafn og þessar nálganir eru jafnvel á útleið, en af hverju? Ef þetta virðist þróunin kemur þá eitthvað í staðinn og hvað þá?
Á þessu námskeiði verður farið yfir breyttar áherslur í mati á frammistöðu og velgengni og rýnt í hvernig erlendir og íslenskir vinnustaðir hafa þróað þennan málaflokk áfram hjá sér. Farið verður yfir nýja sýn, væntingar og ávinning.
Á þessu námskeiði verður farið yfir breyttar áherslur í mati á frammistöðu og velgengni og rýnt í hvernig erlendir og íslenskir vinnustaðir hafa þróað þennan málaflokk áfram hjá sér. Farið verður yfir nýja sýn, væntingar og ávinning.
Hæfniviðmið
Skilningur á hvernig skuli standa að samtalinu sjálfu.
Æfing í sjálfu samtalinu auk þess sem farið verður í æfingar með samtöl við starfsmenn þar sem frammistaða er ekki að standast væntingar.
Skilningur á eftirfylgni og mikilvægi hennar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefnavinna.Helstu upplýsingar
- TímiÞri. 2. okt. kl. 13:00 - 17:00
- Lengd4 klst.
- UmsjónYlfa Edith Jakobsdóttir, ACC markþjálfi og diplóma í jákvæðri sálfræði. Gestafyrirlesari er Albert Arnarson, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Marel.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurHentar stjórnendum, millistjórnendum, hópstjórum og hverjum þeim sem fást við stjórnun mannauðs, ferla og mótun menningar.
- Gott að vitaAðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 02.10.2018 | Breytt starfsmannasamtöl | 13:00 | 17:00 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Af hverju ætti að „henda” árlegu frammistöðumati og starfsmannasamtölum? | 13:01 | 13:01 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Hvað kemur í staðinn? Farið verður yfir dæmi um nálganir sbr. örsamtöl/snerpusamtöl. | 13:02 | 13:02 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Er það bara nýaldar kynslóðin sem vill tíða endurgjöf, persónulega þróun og upplifa tilgang í starfi? Hvað þyrstir fólk í? | 13:03 | 13:03 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Dæmi um áherslur t.d. með jákvæðri forystu (Positive Leadership) sem ýtir undir innri hvata og stuðla að hágæðatengslum. | 13:04 | 13:04 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Þátttakendur meta hvað gætu verið góð fyrstu eða næstu skref á þessu sviði? | 13:05 | 13:05 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |
| 02.10.2018 | Engin ein nálgun leysir öll mál – hvað ber að hafa í huga? | 13:06 | 13:06 | Ylfa Edith Jakobsdóttir |